Hýsingarþjónusta Stuff.is - Oft spurðar spurningar

stuff.is - Hýsingarþjónusta

Hvers konar síður er hægt að geyma þarna?
Hýsingarþjónustan getur geymt HTML og SHTML síður auk þess er alltaf nýjasta útgáfan af PHP inn á vélinni með innbyggðu GD. Perl þýðari (mod_perl) er inni á vélinni líka. Síðan er líka hægt að nota MySQL gagnagrunna en þeir eru seldir sér.

Hvernig panta ég vefsvæði?
Vefsvæði á að panta í gegnum tölvupóstfangið admin@stuff.is. Í tölvupóstinum á að koma fram slóðin sem pöntuð er og helst lykilorðið sem að óskað er eftir. Einnig þarf að koma fram fullt nafn, kennitala og heimilisfang viðkomandi ef annað en lögheimili. Sjá spurningu fyrir neðan um flýtiafgreiðslu...

Ég þarf á vefsvæði á að halda nokkuð fljótlega, hvernig get ég flýtt ferlinu?
Þú getur sent tölvupóst á tölvupóstfangið admin@stuff.is og haft eftirfarandi upplýsingar:
Vefsvæði - Stærð vefsvæðis, vefslóð sem þú vilt og lykilorð sem þú óskar fyrir það.
MySQL - Hvaða lykilorð muntu vilja, hvaða stærðarflokk ætlarðu að vera í.
DNS hýsing - Ef þú ætlar að fá þér sér lén, þá tekur það alltaf a.m.k. nokkrar klst til að virka, óþarfi að flýta sér rosalega með það.
Tölvupóstföng - Þá sendirðu hvaða tölvupóstföng þú vilt fá og síðan hvaða lykilorð þú vilt fá fyrir hvert þeirra.

Ef allt er rétt, þá ætti það að taka miklu styttri tíma að stofna vefsvæðið.

Hvenær taka verðbreytingar gildi, ef þær eru gerðar?
Verðbreytingar taka gildi næstu mánaðarmót eftir að 14 dagar eru liðnir frá því að þær hafa verið tilkynntar.

Ég ætla að fá mér lítið vefsvæði að það tekur því ekki að borga svona lágt verð hvern mánuð, get ég borgað nokkra mánuði fyrirfram?
Þar sem að verðskráin getur breyst, og tekur aldrei gildi fyrr en fólk borgar næst, þá líkar mér ekki að fólk sé að borga nokkuð marga mánuði fyrirfram, eða jafnvel heilt ár. Ef að mánaðarlegar greiðslur myndu nema minna en 100 kr. á mánuði, þá er ég tilbúinn til að leyfa greiðslur fyrirfram í allt að 6 mánuði.

Allt í lagi, ég er komin(n) með vefsvæði, hvað geri ég nú?
Gögnin eru flutt á vefsvæðið í gegnum samskiptastaðal sem kallast FTP. Þeir sem kunna á FTP forrit ættu að geta bjargað sér sjálfir með upplýsingunum sem þeir fá.

Þeir sem kunna það ekki geta notað uppáhalds vafrann sinn til að senda á vefsvæðið. Slóðin myndi vera nokkurn veginn svona:
ftp://notandi:lykilorð@vefsvaedi.len.is þar sem "notandi" er skipt út fyrir notandanafnið, "lykilorð" fyrir lykilorðið og "vefsvaedi.len.is" fyrir slóðina að vefsvæðinu.

Síðan er nóg að draga skrárnar eða möppurnar sem þú vilt senda yfir á vefsvæðið til að senda þær yfir. Ekki er mælt með því að notuð sé þessi aðferð til að færa yfir ef það eru einhverjir rétt hjá sem að mega ekki vita lykilorðið, þar sem það er hluti af tenglinum.

Eftir að þú ert komin(n) með vefsvæði, þá er ekkert annað eftir að gera nema segja öllum frá því.

Hvert er greiðslutímabilið?
Greitt er samkvæmt greiðsluseðli sem er sendur út í upphafi hvers mánaðar. Séu bara nokkrir dagar að næstu mánaðarmótum þegar aðgangur er stofnaður er greiðsluseðlinum venjulega frestað að næstu mánaðarmótum.

Hvað gerist ef ég borga ekki á réttum tíma?
15 dögum eftir eindaga er hýsingarþjónustunni frjálst að eyða öllum þeim gögnum sem viðkomandi er með hýst hjá henni.

Hvað gerist ef að vefsvæðið eyðist allt í einu?
Reynt er eftir öllum mætti að bjarga gögnunum ef að eitthvað hræðilegt gerist fyrir vefþjóninn en það er engin ábyrgð borin á gögnum sem eru á vefsvæðunum. Sérstaklega þar sem ég get ekki staðið í því að hafa stöðuga afritun vegna þess að það kostar nokkuð mikið og er tímafrekt. Þó er í gangi sjálfvirkt afritunarferli einu sinni á sólarhring. Því er fyrir bestu að viðskiptavinirnir hafi sjálfir afrit af sínum eigin vefsvæðum. MySQL notendur geta líka tekið vara-afrit af gagnagrunninum reglulega ef/þegar þeir vilja. Það er möguleiki á að vara-afritun verði í boði en það myndi vera rukkað sérstaklega og vera í hlutfalli við stærð afritsins.

Ég bý í útlöndum, get ég fengið vefsvæði?
Þar sem að vefsvæðin eru hýst á vefþjóni þar sem erlent niðurhal kostar mikið auk þess vegna öryggisráðstafana, þá er lokað fyrir FTP tengingar utan Íslands. Þeir sem búa erlendis geta sent gögnin til tengiliðar á Íslandi og hann/hún sent gögnin á vefþjóninn.

Hvað þarf aðalsíðan að heita?
Ef þú vilt að ákveðin síða birtist þegar einhver fer inn á vefsvæðið þitt, þá er það þannig að leitað er eftir ákveðnu skráarnafni og ef það finnst ekki, þá er farið í annað. Hér að neðan er listi yfir þessi skráarnöfn og hefur það fremstu mestan forgang og það aftasta minnstan forgang. Önnur skráarnöfn koma ekki sjálfkrafa. Stór og lítill stafur skipta máli í þessum skráarheitum.

index.php - index.php3 - default.php - default.php3 - main.php - main.php3 - adalsida.php - adalsida.php3 - index.html - index.htm - default.html - default.htm - default.shtml - main.html - main.htm - main.shtml - adalsida.html - adalsida.htm
Auk þess er hægt að semja upp á að sérsniðna röð fyrir vefsvæðið þitt fyrir ákveðið aukagjald.

Er hægt að fá svonefnda "index síðu" á vefsvæðið mitt?
Index síða er síða sem listar upp allar skrár sem finnast í möppunni ef engin skrá sem ber nafn aðalsíðuskrár er í möppunni (sjá spurningu fyrir ofan). Sækja verður um þessa þjónustu sérstaklega og mun verða rukkað ódýrt stofngjald fyrir hana bráðlega en ekki verður rukkað mánaðargjald fyrir þessa þjónustu.

Allar aðrar upplýsingar eru veittur í gegnum tölvupóstfangið admin@stuff.is